ESB kærir Microsoft

Microsoft.
Microsoft. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram kærur á hendur tölvurisanum Microsoft, en stjórnin sakar fyrirtækið um að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sínu með því að láta Internet Explorer netvafrann fylgja Windows stýrikerfinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB og Microsoft takast á.

Framkvæmdastjórnin sakar fyrirtækið um að hafa haft samkeppnishamlandi áhrif á keppinautana með því að tengja Explorer-vafrann við Windows-stýrikerfið, sem er í langflestum tölvum.

Þetta skaði samkeppni milli þeirra sem búi til netvafra, grafi undan nýbreytni og þróun og skaði á endanum neytendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert