Mikilvægur áfangi á sviði krabbameinsrannsókna

Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýri.
Höfuðstöðvar deCODE í Vatnsmýri. mbl.is/Júlíus

Í fyrsta sinn hef­ur stak­ur erfðabreyti­leiki verið tengd­ur við fleiri en eina teg­und krabba­meina, m.a. lunga-, blöðru-, blöðru­háls-, húð- og leg­hálskrabba­mein. Frá þessu greindu vís­inda­menn hjá deCODE. Rann­sókn­in var unn­in í sam­vinnu við vís­inda­menn í Banda­ríkj­un­um og 10 Evr­ópu­lönd­um.

Und­an­far­in tvö ár hef­ur deCODE birt rann­sókn­ir sem hafa leitt til upp­götv­un­ar á erfðabreyti­leik­um sem bera með sér aukn­ar lík­ur á ýms­um krabba­mein­um, en þá hef­ur oft­ast verið um að ræða eina krabba­mein­s­teg­und.

Í nýju rann­sókn­inni er í fyrsta sinn sýnt fram á erfðabreyti­leika sem eyk­ur hætt­una á fleiri en einni teg­und krabba­meina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert