Flóknir gemsar pirra notendur

Fæstir nota alla viðbótartækni nýjustu símanna
Fæstir nota alla viðbótartækni nýjustu símanna AP

Farsímanotendur eru almennt pirraðir og reiðir á flóknum tækjabúnaði nýtísku farsíma, samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar sýna að 61% notenda í Bretlandi og Bandaríkjunum finnst álíka flókið að setja upp nýjan gemsa eins og að skipta um bankareikning.

85% aðspurðra sögðust vera pirraðir á því hversu flókið væri að læra á nýja farsíma og fá þá til að virkja. 95% sögðust frekar myndu prófa nýja þjónustu ef tæknin væri sett upp á einfaldari hátt. Mikill meirihluti farsímanotenda þolir ekki að þurfa að hringja í hjálparsíma eða leita að upplýsingum á netinu til að læra á símann sinn.

„Í nýjustu símunum eru endalausir möguleikar og aukafítusar, en þversögnin er sú að mjög margir nota ekki þessa möguleika,“ hefur BBC eftir Matthew Bancroft talsmanni fyrirtækisins Mformation, sem framleiðir hugbúnað fyrir GSM-síma. Könnunin sýndi að 61% fólks hætti að nota þá viðbótartækni sem síminn hefur upp á að bjóða ef þeir ná ekki tökum á henni í fyrstu tilraun. „Ef einhver aukahugbúnaður virkar ekki fyrir fólk í fyrsta eða annað skiptið, þá mun það ekki nota hann eða einu sinni reyna það aftur,“ segir Bancroft.

Flestir vilja getað vafrað á netinu, lesið netpóst eða sent myndskilaboð að sögn Bancroft, en verða pirraðir yfir því hversu flókið það reynist vera.  Úr þessu þurfi símaframleiðendur að reyna að bæta með því að koma til móts við notendur og reyna að einfalda símana. „Fólk notar nú þegar gemsa eins mikið og mögulegt er til að afgreiða símtöl.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka