Wikipedia snýst gegn netbullum

Alfræðiorðabókin Wikipedia er geysivinsæl
Alfræðiorðabókin Wikipedia er geysivinsæl wikipedia.org

For­svars­menn Wikipedia íhuga nú að setja strang­ari regl­ur um það hverj­ir megi gera breyt­ing­ar á efni þessa al­fræðirits á net­inu eft­ir að net­bull­ur breyttu grein­um um tvo banda­ríska öld­unga­deild­arþing­manna í þá vera að segja þá rang­lega látna.

Stofn­andi Wikipedia, Jimmy Wales, hef­ur gert til­lögu um nýja aðferðarfræði, svo­kallaða „flögg­un breyt­inga“ til að fyr­ir­byggja skemmd­ar­verk á borð við þau sem áttu sér stað með grein­arn­ar um Ted Kenn­e­dy og Robert Byrd öld­unga­deild­arþing­menn.

Til­lag­an sem samþykkt var af með hlut­fall­inu 60-40 í at­kvæðagreiðslu á net­inu, ger­ir ráð fyr­ir að nýliðum og nafn­leys­ingj­um verði ekki heim­ilt að gera breyt­ing­ar sem komi fram þegar í stað held­ur verði þær að hljóta samþykki traustra not­enda áður en breyt­ing­arn­ar eru birt­ar.

„Þessa dellu hefði verið hægt að fyr­ir­byggja 100% með „flögg­un breyt­inga“, seg­ir Wales á umræðuvefsíðu Wikipedia.

Mikl­ar og heit­ar umræður hafa orðið um til­lög­una. Wikipedia stær­ir sig af því að all­ir með netteng­ingu geti lagt til efni eða end­ur­bætt færsl­ur sem fyr­ir eru.

Wales lýsti áhyggj­um yfir því að nýja aðferðafræðin gæti seinkað birt­ingu á sumu efni en kvaðst þó telja hana óhjá­kvæmi­lega.

Hann hef­ur gefið and­stæðing­um til­lög­unn­ar tvær vik­ur til að benda á aðrar og betri lausn­ir.

Wikipedia er meðal þeirra vef­setra á net­inu sem flest­ar heim­sókn­ir fær eða allt að 6 millj­ón­ir gesta á dag.

Kenn­e­dy sem er að berj­ast við krabba­mein í heila, hné niður í mat­ar­veislu við inn­setn­ingu Barack Obama sem Banda­ríkja­for­seta og var lagður inn á sjúkra­hús um tíma.

Wikipediu­færslu um hann var breytt skömmu síðar og hann sagður lát­inn en það var leiðrétt ör­fá­um mín­út­um síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert