Gen sem japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið og ræður langlífi þarlendra, hefur nú einnig fundist í Evrópubúum. Vísindamenn telja að þeir sem bera þetta gen, geti orðið fjörgamlir.
Þýskir vísindamenn við háskólann í Köln, rannsökuðu erfðamengi 388 þjóðverja sem náð höfðu 100 ára aldri og báru saman við erfðamengi 731 þjóðverja af yngri kynslóðinni. Tiltekið gen, FOXO3A fannst í nær öllum þeim sem náð höfðu 100 ára aldri en síður í hinum yngri.
Niðurstöðurnar þykja renna stoðum undir fyrri rannsóknir, meðal annars sambærilega rannsókn sem gerð var á rúmlega 3.700 japönskum karlmönnum sem náð höfðu 95 ára aldri.
Vísindamenn segja þetta merkilega niðurstöðu þar sem erfðamengi Japana og Evrópubúa séu um margt ólík.