Nektin hulin til að forðast ritskoðun

Davíð eftir Michelangelo er nú kominn í Maó-föt í Kína …
Davíð eftir Michelangelo er nú kominn í Maó-föt í Kína - ekki vegna þess að honum sé kalt heldur til að forða honum frá því að hverfa

Kínverskir netnotendur dunda sér nú við að breyta myndum af þekktum listaverkum svo þær verði ekki ritskoðun stjórnvalda að bráð. Ef einhver er nakinn á myndunum þá er hann umsvifalaust klæddur í föt til þess að forða honum frá hættunni. Má þar nefna styttuna af Davíð eftir Michelangelo sem er komin í Mao klæðnað og Adam er kominn með bindi og í svarta sokka.

Mótmælin hófust í síðustu viku þegar notendur samskiptavefjarins Douban.com kvörtuðu undan því að nokkur listaverk, þar á meðal málverk Titian's „Venus of Urbino" hafði verið eytt út ljósmyndasafni vefjarins. Skýringarnar sem fengust voru þær að öllu klámi yrði eytt út af vefnum. 

Netnotendur ákváðu að svara í sömu mynt og tóku sig því til við að breyta myndunum svo hægt væri að bjarga þeim undan ritskoðun en í Kína eru stjórnvöld iðin við það þessa dagana að loka vefjum sem þeim hugnast ekki. Til að mynda hefur 1.635 vefjum verið lokað og 200 bloggsíðum á einum mánuði.


Adam er klæddur í svarta sokka og kominn með bindi …
Adam er klæddur í svarta sokka og kominn með bindi á kínverskum vefjum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert