Bandarískir vísindamenn segja að það séu meiri líkur á því að reykingarfólk hætti að reykja gæludýranna sinna vegna heldur en til að passa upp á eigin heilsu.
Alls tóku 3.300 gæludýraeigendur þátt í könnun sem vísindamenn hjá Center for Health Promotion and Disease Prevention hjá Henry Ford Health System í Detroit. Það kom í ljós að 28% af þeim sem reyktu að þeir myndu hætta til að koma í veg fyrir að gæludýrin þeirra verði fyrir áhrifum óbeinna reykinga.
Önnur rannsókn hefur leitt í ljós að tengsl eru á milli sígarettureyks og krabbameina og annarra heilsufarsvandamála í köttum og hundum.
Vísindamennirnir skrifa í blaðið Tobacco Control að fáir reykingarmenn geri sér grein fyrir áhrifum reykinga á dýrin.
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á reykurinn geti valdið eitilfrumukrabbameini í köttum og lungnakrabbameini í hundum.
Þá er vitað til þess að hundar hafi fengið ofnæmi. Fuglar hafa fengið augnsjúkdóma og átt erfitt með öndun. Þá hafa kettir fengið krabbamein í munnholi.