Tímamót í alnæmisbaráttunni?

Forsetafrú Frakklands hefur verið á ferðalagi um Afríku þar sem …
Forsetafrú Frakklands hefur verið á ferðalagi um Afríku þar sem hún hefur kynnt sér aðstæður alnæmissjúklinga. Reuters

Þýsk­um lækn­um hef­ur tek­ist að losa mann við HIV-veiruna, sem veld­ur al­næmi, með því að gefa hon­um merg úr manni, sem hef­ur nátt­úru­legt ónæmi eða mót­stöðuafl við veirunni. Hef­ur þetta vakið mikla at­hygli og kann að boða tíma­mót í bar­átt­unni við þenn­an ill­víga sjúk­dóm.

Þessi ár­ang­ur kann að valda því, að í stað þess að fólk, sem er smitað af HIV, þurfi að vera á rán­dýr­um lyfj­um, sem hafa marg­vís­leg­ar auka­verk­an­ir, nægi að það gang­ist und­ir eina aðgerð, merg­skipti, og sé þar með laust við veiruna.

Málið snýst um 42 ára gaml­an Banda­ríkja­mann, sem býr og starfar í Berlín, en hann hafði verið smitaður í ára­tug. Í Berlín fékk hann al­næm­is­lyf um fjög­urra ára skeið en veikt­ist þá af hvít­blæði. Fyr­ir tveim­ur árum fékk hann merg­gjöf og síðan hef­ur hann hvorki verið á lyfj­um né fundið fyr­ir hvít­blæðinu. Ekki er vitað til að ann­ar maður, sem er smitaður af HIV, hafi lifað leng­ur eft­ir að lyfja­gjöf var hætt. Kem­ur þetta fram í grein í The New Eng­land Journal of Medic­ine.

Stökk­breyt­ing í geni

Banda­ríkjamaður­inn, sem merg­gjöf­ina fékk, hef­ur verið í reglu­legu eft­ir­liti um tveggja ára skeið en eng­in merki eru um al­næm­isveiruna, hvorki í merg, blóði né vefj­um.

Dr. Gero Hutter, blóðmeina­fræðing­ur við Cha­rité-sjúkra­húsið, seg­ir, að ekki sé lík­legt, að bein merg­skipti verði al­menn aðferð í bar­átt­unni við al­næmi. Þeim fylgi viss áhætta auk þess sem það geti verið erfitt að finna rétta merggjaf­ann. Finnst hon­um senni­legra, að upp­götv­un­in muni ryðja braut­ina fyr­ir gena­lækn­ing­um. Það er ekki aðeins, að ár­ang­ur þýsku lækn­anna gefi von­ir um nýja tíma í bar­átt­unni við al­næmi, held­ur er fjár­hags­lega eft­ir miklu að slægj­ast. Full lyfjameðferð í eitt ár kost­ar allt að 11 millj­ón­um kr. í Evr­ópu en merg­gjöf í eitt skipti fyr­ir öll rúm­ar fjór­ar millj. kr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert