Flókin efnafræði kossins

Dave Navarro kyssir eiginkonu sína, Carmen Electra, á samkomu í …
Dave Navarro kyssir eiginkonu sína, Carmen Electra, á samkomu í Los Angeles. Reuters

Vísindamenn sem rannsakað hafa kossa segja að flókin, efnafræðileg ferli fari af stað þegar fólk kyssist. Stundum geti misheppnaður koss dugað til að kæfa í fæðingu efnilega ást.

 ,,Koss er aðferð sem notuð er til að meta hugsanlegan maka," segir Helen Fisher sem er mannfræðingur við Rutgers-háskóla í New Jersey. Kossinn þekkist í meira en 90% samfélaga sem þekkist á jörðinni en stutt sé síðan farið var að rannsaka athöfnina á vísindalegan hátt. Fræðigreinin er nefnd philematology á ensku.

 Kannað hefur verið með tilraunum á háskólastúdentum á aldrinum 18-22 ára hvernig magnið af hormóninu oxytocin, sem tengist kynferðislegri nautn, breytist við kossa. Kom í ljós að það jókst hjá körlunum en minnkaði hjá konunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert