Flókin efnafræði kossins

Dave Navarro kyssir eiginkonu sína, Carmen Electra, á samkomu í …
Dave Navarro kyssir eiginkonu sína, Carmen Electra, á samkomu í Los Angeles. Reuters

Vís­inda­menn sem rann­sakað hafa kossa segja að flók­in, efna­fræðileg ferli fari af stað þegar fólk kyss­ist. Stund­um geti mis­heppnaður koss dugað til að kæfa í fæðingu efni­lega ást.

 ,,Koss er aðferð sem notuð er til að meta hugs­an­leg­an maka," seg­ir Helen Fis­her sem er mann­fræðing­ur við Rut­gers-há­skóla í New Jers­ey. Koss­inn þekk­ist í meira en 90% sam­fé­laga sem þekk­ist á jörðinni en stutt sé síðan farið var að rann­saka at­höfn­ina á vís­inda­leg­an hátt. Fræðigrein­in er nefnd phi­lematology á ensku.

 Kannað hef­ur verið með til­raun­um á há­skóla­stúd­ent­um á aldr­in­um 18-22 ára hvernig magnið af horm­ón­inu oxytoc­in, sem teng­ist kyn­ferðis­legri nautn, breyt­ist við kossa. Kom í ljós að það jókst hjá körl­un­um en minnkaði hjá kon­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert