Stærstu farsímaframleiðendur í heimi og helstu fjarskiptafyrirtæki heims líst vel á það að búið verði til eitt hleðslutæki, sem virkar fyrir allar tegundir farsíma.
Staðan í dag er hins vegar allt önnur, því flestir farsímaframleiðendur búa til hleðslutæki sem virkar aðeins fyrir þeirra eigin símtæki.
GSMA, sem eru regnhlífasamtök farsímaiðnaðarins, segja að hleðslutækið, sem er nú á teikniborðinu, muni nota mun minni orku heldur en þau tæki sem eru í notkun í dag, eða sem nemur 50%.
Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa lagt blessun sína yfir hugmyndina eru Nokia, Motorola, Samsung, Sony Ericsson, LG, T-Mobile, Orange, 3, AT&T og Vodafone.
Fram kemur á fréttavef BBC flest ný símtæki muni geta notað hleðslutækið árið 2012.
„Þetta er víðtækt samkomulag sem mun færa iðnaðinn að einu, orkusparandi hleðslutæki fyrir allar tegundir farsíma,“ segir Michael O'Hara, markaðsstjóri GSMA.