Hverjir verða fyrstir til að finna „guðseindina“?

Stjórnborð Cern-öreindahraðalsins í Sviss.
Stjórnborð Cern-öreindahraðalsins í Sviss. Reuters

Mesta keppikefli kjarnvísindamanna er að finna „guðseindina“ sem kölluð er, Higgs-bóseindina, og hugsanlegt er, að nú fari að draga til tíðinda. Stendur kapphlaupið á milli Bandaríkjamanna með Tevatron-öreindahraðalinn og Evrópumanna með Cern-öreindahraðalinn.

Strangt tiltekið er Higgs-bóseindin ekki til vegna þess, að hún hefur ekki fundist enn, en án hennar er ekki unnt að útskýra stærðfræðilega hvers vegna allt efni hefur massa. Hún er því að segja má sjálf undirstaðan.

Þegar nýi, evrópski öreindahraðallinn skammt frá Genf var tekinn í notkun í september, var því spáð, að Higgs-bóseindin myndi finnast á þessu ári en vegna óhapps varð að fresta öllum tilraunum í heilt ár. Það hefur síðan gefið Bandaríkjamönnum gott forskot og þeir segjast nú vissir um að verða fyrri til að finna sjálfa guðseindina, sem vísindamennirnir sjálfir kalla þó aldrei svo.

Svið sem fyllir allt rúmið

Evrópumenn eru samt bjartsýnir. Þeir segja, að Tevatron-hraðallinn hafi skilað meiru en búist hafði verið við en reynist Higgs-bóseindin ekki vera á því massasviði, sem Bandaríkjamenn áætla, muni hann ekki finna hana. Evrópski hraðallinn er hins vegar miklu öflugri.

Higgs-bóseindin er nefnd eftir skoska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem gat sér til um hana 1964. Samkvæmt kenningunni myndar hún svið, sem fyllir allt rúmið og allar öreindir verða að fara í gegnum. Þar verða þær fyrir draga eða dragakrafti og því meiri, sem hann er, þeim mun meiri er massi agnanna. Yrði slökkt á Higgs-sviðinu, yrðu allar öreindir massalausar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert