DeCode má selja erfðapróf í Kaliforníu

Höfuðstöðvar deCODE í Reykjavík.
Höfuðstöðvar deCODE í Reykjavík. mbl.is/Július

DeCode Genetics Inc., móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, mun fá leyfi yfirvalda í Kaliforníu til að selja einstaklingum erfðafræðileg greiningapróf milliliðalaust. Yfirvöldin höfðu áður verið andsnúin slíkum prófum.

DeCode greindi frá því í gær að það hefði fengið leyfi sem vottuð rannsóknarstofa til að bjóða upp á erfðagreiningu fyrir einstaklinga. Með slíkri greiningu eða prófi er m.a. hægt að meta líkurnar á því að viðkomandi einstaklingur fái tiltekna kvilla eða sjúkdóma.

Heilbrigðisráðuneyti Kaliforníu sendi þremur fyrirtækjum sem buðu upp á erfðagreiningapróf fyrirmæli um að þau mættu ekki gera það í júní s.l. deCode var eitt þeirra. Þess var krafist að fyrirtækin sýndu fram á að rannsóknarstofur þeirra nytu opinberrar viðurkenningar og að læknar hefðu pantað erfðagreiningarprófin. Hin fyrirtækin tvö fengu sín leyfi í ágúst s.l.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert