Mun færri ætla að sýna á CeBIT, stærstu tæknisýningu heims, í Þýskalandi í ár en áður. Alls hafa 4.300 fyrirtæki frá 69 löndum boðað komu sína en í fyrra voru fyrirtækin 5.845 talsins. Ernst Raue, stjórnarmaður Deutsche Messe, sem sér um CeBIT, segir skýringuna á fækkun sýnenda skýrast af efnahagsástandinu í heiminum í dag. Hann segir þátttökuna framar öllum vonum þrátt fyrir það. Meðal annars taki fyrirtæki þátt sem ekki hafa verið með undanfarin ár.
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel og ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, munu opna sýninguna þann 2. mars en hún stendur til 8. mars.