Gmail þjónustan liggur niðri

AP

Tölvupóstnotendur sem nýta sér Gmail þjónustu Google hafa verið sambandslausir í rúma klukkustund og eru víst margir notendur ansi órólegir vegna þessa ef marka má frétt á vefnum Pocket-link. Samkvæmt upplýsingum vefjarins liggur ekki fyrir hvað veldur biluninni en unnið er að því að leysa vandann, segir talsmaður Google.

Hins vegar hafa notendur Gmail getað nálgast póstinn sinn í gegnum innhólf í borðtölvum og síma þannig að líklegt þykir að bilunin tengist einungis vefþjónustu Gmail.

Mjög mörg fyrirtæki hafa flutt póstþjónustu sína til Gmail, meðal annars bresk dagblöð eins og  Guardian en þjónusta Gmail er án endurgjalds.

Nánari upplýsingar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert