Hreyfing og hollt fæði í baráttunni við krabbamein

Hollt skal það vera.
Hollt skal það vera. mbl.is/Brynjar Gauti

Sérfræðingar segja að íbúar í auðugri löndum heims geti komið í veg fyrir um 40% allra krabbameina í ristli og brjóstum með því að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og passa upp á þyngdina.

Þeir segja að einföld ráð eins og að hjóla í vinnuna og borða fremur ávexti í stað fituríkrar fæðu geti skipt sköpum og dregið úr hættunni á krabbameini. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Fram kemur í skýrslu World Cancer Research Fund að á hverju ári greinist milljónir slíkra krabbameinstilfella sem hægt sé að koma í veg fyrir .

Í skýrslunni er lagt til að fólk setji sér það markmið að lifa „hreinna lífi“.

Þar segir einnig að það sé hægt að koma í veg fyrir um einn þriðja af 12 algengustu krabbameinunum sem greinast í auðugri ríkjum heims, og um einn fjórða í fátækari ríkjum heims, með því að huga að mataræðinu, hreyfa sig og passa þyngdina.

Um er að ræða krabbamein í hálsi, lungum og þörmum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka