Læknar vilja friðhelgi á netinu

Læknar í Bandaríkjunum reyna í nú auknu mæli að berjast gegn því að sjúklingar birti umsagnir um þá á netinu. Hafa sumir þeirra jafnvel gripið til þess ráðs að krefjast þess af sjúklingum sínum að þeir undirriti yfirlýsingu um að þeir muni ekki tjá sig um þá eða meðferð þeirra á netinu.  

„Neytendur og sjúklinga þyrstir í hjálplegar upplýsingar um lækna en umsagnir á netinu virka þveröfugt,” segir taugaskurðlæknirinn Dr. Jeffrey Segal, sem stofnað hefur fyrirtækið Medical Justice til aðstoðar læknum sem vilja berjast gegn slíkum umsögnum.

Segir hann umsagnir á netinu oft minna mest á frásagnir götublaða, sem skeyti engu um sannleiksgildi eða áhrif umfjöllunarinnar.

Nokkrum stórum vefsíðum, sem sérstaklega fjalla um framkomu og árangur einstakra lækna, er haldið út  í Bandaríkjunum og er misjafnt eftir síðum hvort þess er krafist að umsagnir birtist undir réttu nafni eða ekki.

RateMDs.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka