Simpansar hugsa fram í tímann

Simpansinn hafa lengi verið grunaðir um að gera áætlanir fram …
Simpansinn hafa lengi verið grunaðir um að gera áætlanir fram í tímann en það hefur aldrei verið sannað AP

Simpansinn Santino í sænska dýragarðinum Furuvik skipulagði fyrirfram hundruð árása með grjótkasti á gesti dýragarðsins, að sögn vísindamanna. Þeir komust að því að simpansinn safnaði saman og geymdi steina sem hann notaði síðar sem vopn gegn áhorfendum sínum. Þetta kemur fram í vísindaritinu Current Biology.

Fram að þessu hafa fáar vísbendingar fundist um það að dýr geti undirbúið sig og hugsað fram í tímann, í stað þess að bregðast aðeins við áreiti af eðlisávísun þegar það á sér stað.  Merkilegasta uppgötvunin í rannsókninni nú er sú staðreynd að Santino safnaði steinunum saman í miklum rólegheitum að nóttu til, fyrir opnunartíma dýragarðsins. Það var því ekki fyrr en nokkrum klukkutímum síðar sem hann hófst handa við að grýta þeim að dýragarðsgestum í miklu uppnámi.

Þetta gefur til kynna að Santino hafi búist við því að vera skapraunað í framtíðinni, en það er hæfileiki sem erfitt hefur reynst að sanna hja dýrum. „Við höfum gert alls konar tilraunir og að mínu mati sýna simpansar skýrt og greinilega að þeir skipuleggja hluti fram í tímann, en það hefur verið þrætt fyrir að kannski hafi tilraunin kallað fram þá hegðun.,“ sgir Dr. Mathias Osvath við háskólann í Lundi. „Í þetta skiptið sjáum við þetta hinsvegar í sjálfsprottinni hegðun, sem er mun skýrari sönnun.“

Santino hefur hegðað sér með þessum hætti í nokkur ár og er talið augljóst að hann safni steinunum með áhorfendur sína í huga, því hann leggst aðeins í steinasöfnun á háannatímum dýragarðsins.

Santino safnaði grjótinu saman með skipulegum hætti
Santino safnaði grjótinu saman með skipulegum hætti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert