Samskiptasíður vinsælli en tölvupóstur

Facebook og aðrar samskiptasíður, þ.á.m. blogg, tröllríða nú netheimum
Facebook og aðrar samskiptasíður, þ.á.m. blogg, tröllríða nú netheimum Chris Jackson

Samskiptasíður á borð við Facebook og MySpace eru nú orðnar vinsælli en netpóstur samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar sýna að 67% þeirra sem nota netið verja tíma sínum á samskiptasíðum og bloggsíðum. Áhugi netnotenda á þessum síðum hefur aukist fjórum sinnum hraðar en áhuginn fyrir næstu fjórum netfyrirbærum á eftir.

Í Bretlandi eyðir hver nettonandi að meðaltali einni mínútu af sex á samskiptasíðum, samkvæmt könnuninni. „Myndun félagstengsla á netinu er orðinn grundvallarþáttur í notkun netsins,“ segir John Burban, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nielsen Online sem framkvæmdi könnunina.

Í samanburði við tölvupóst má sjá að tengslasíður eiga nú meira upp á pallborðið hjá fólki þegar kemur að samskiptum á netinu. 65,1% netnotenda nota netpóst reglulega á meðan 66,8% nota samskipta- og bloggsíður. Af þessum síðum eyðir fólk mestum tíma á Facebook.

Vinsældir þessara síðna verða æ meiri meðal eldra fólks og er fjölgunin er nú mest í aldurshópnum 35-49 ára. Þá sýnir könnuninn að  næstum fjórðungur notenda Facebook er yfir 50 ára aldri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert