Veðrið veldur höfuðverk

mbl.is/Júlíus

Nú hefur það verið vísindalega sannað að veðrið hefur áhrif á líkamann. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna við Harvard háskólann í Bandaríkjunum getur hátt hitastig úti valdið höfuðverk eða mígrenikasti.

Vitað hefur verið að vissar fæðutegundir, áfengi og streita auk hormóna geta valdið mígreni. Nú hefur sem sagt verið sannað að hátt hitastig úti hefur áhrif. En það er ekki bara hitinn sem getur valdið höfuðverk, heldur einnig lágur loftþrýstingur og veðrabreytingar.

Alls tóku 7.000 sjúklingar þátt í rannsókninni á vegum Harvard háskólans sem greint er frá í vísindaritinu Neurology.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert