Veðrið veldur höfuðverk

mbl.is/Júlíus

Nú hef­ur það verið vís­inda­lega sannað að veðrið hef­ur áhrif á lík­amann. Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókna við Har­vard há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um get­ur hátt hita­stig úti valdið höfuðverk eða mígrenikasti.

Vitað hef­ur verið að viss­ar fæðuteg­und­ir, áfengi og streita auk horm­óna geta valdið mígreni. Nú hef­ur sem sagt verið sannað að hátt hita­stig úti hef­ur áhrif. En það er ekki bara hit­inn sem get­ur valdið höfuðverk, held­ur einnig lág­ur loftþrýst­ing­ur og veðrabreyt­ing­ar.

Alls tóku 7.000 sjúk­ling­ar þátt í rann­sókn­inni á veg­um Har­vard há­skól­ans sem greint er frá í vís­inda­rit­inu Neurology.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert