Hraði hlýnunar sagður meiri en talið var

Mengandi iðnaður í Kína.
Mengandi iðnaður í Kína. Reuters

Vís­inda­menn, sem eru sam­an­komn­ir á alþjóðlegri loft­lags­ráðstefnu í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku, segja að nú þegar séu kom­in fram dæmi um al­var­leg­ustu áhrif­in af völd­um loft­lags­breyt­inga, þ.e. skv. því sem Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa spáð að gæti gerst. 

Fram kem­ur á vef breska rík­is­út­varps­ins að vís­inda­menn­irn­ir hafi sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir vilja vekja at­hygli stjórn­mála­leiðtoga heims­ins á sex lyk­ilþátt­um. Þeir segja jafn­framt að það sé auk­in hætta á skyndi­leg­um veðurfar­breyt­ing­um eða breyt­ing­um sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafn­vel minni­hátt­ar hækk­un á hitafari geti haft áhrif á millj­ón­ir jarðarbúa, sér­stak­lega í þró­un­ar­lönd­un­um.

Þá benda þeir á að flest tæk­in í bar­átt­unni við gróður­húsaloft­teg­und­ir séu þegar til staðar.

Meðal þeirra sem tóku til máls á ráðstefn­unni eru breski hag­fræðing­ur­inn Stern lá­v­arður. Árið 2006 birt­ist svo­kölluð Stern-skýrsla bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem efna­hags­leg áhrif loft­lags­rann­sókna eru rann­sökuð. Þar kom m.a. fram að kostnaður­inn við að gera ekki neitt yrði gríðarlega hár.

Nú seg­ir hann hins veg­ar að skýrsl­an van­meti áhætt­urn­ar og hraða hlýn­un­ar­inn­ar.

Hann hvet­ur vís­inda­menn til að tjá sig um málið og út­skýra það fyr­ir stjórn­mála­mönn­um hvernig heim­ur­inn muni verða verði ekki gripið í taum­ana.

Jafnvel minniháttar breytinga á hitafari getur haft áhrif á afkomu …
Jafn­vel minni­hátt­ar breyt­inga á hitafari get­ur haft áhrif á af­komu millj­ón­ir jarðarbúa. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert