Hraði hlýnunar sagður meiri en talið var

Mengandi iðnaður í Kína.
Mengandi iðnaður í Kína. Reuters

Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar.

Meðal þeirra sem tóku til máls á ráðstefnunni eru breski hagfræðingurinn Stern lávarður. Árið 2006 birtist svokölluð Stern-skýrsla bresku ríkisstjórnarinnar þar sem efnahagsleg áhrif loftlagsrannsókna eru rannsökuð. Þar kom m.a. fram að kostnaðurinn við að gera ekki neitt yrði gríðarlega hár.

Nú segir hann hins vegar að skýrslan vanmeti áhætturnar og hraða hlýnunarinnar.

Hann hvetur vísindamenn til að tjá sig um málið og útskýra það fyrir stjórnmálamönnum hvernig heimurinn muni verða verði ekki gripið í taumana.

Jafnvel minniháttar breytinga á hitafari getur haft áhrif á afkomu …
Jafnvel minniháttar breytinga á hitafari getur haft áhrif á afkomu milljónir jarðarbúa. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka