Vísindamenn við Iowa-háskóla segja að ef til vill bætum við salti út í fæðuna vegna þess að það virki eins og náttúrulegt þunglyndislyf enda þótt við vitum að of mikið af salti sé óhollt. Of mikil saltneysla getur valdið háum blóðþrýstingi, segir á vef BBC.
Greint er frá rannsóknum vísindamannanna í ritinu Psychology and Behavior. Tilraunir með rottur sýndu að fengju þær lítið af salti höfðu þær ekki áhuga á athöfnum sem þær höfðu yfirleitt gaman af en hegðun af þessu tagi er merki um þunglyndi.