Geimskot Discovery tókst vel

Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í nótt. Allt gekk að óskum en geimskotinu var frestað um helgina vegna leka úr gastanki á ferjunni. 

Ferð Discovery er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að skipa um sólarorkurafhlöður. Sjö manna áhöfn er um borð, 6 Bandaríkjamenn og einn Japani.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert