Mæður vinna 40% meira inni á heimilunum heldur en feður án þess að fá greitt fyrir, samkvæmt nýrri rannsókn tryggingafélagsins Legal and General. Alls eyða konur 74 klukkustundum í heimilisstörf og barnaummönnun án þess að fá greitt fyrir. Hins vegar fara 53 klukkustundir hjá feðrum í sömu störf, samkvæmt frétt á vef Telegraph.
Alls eyða mæður 33 klukkustundum í ummönnun barna en feður 21,5 klukkustundum á viku.
Konur sem eru í fullu starfi inni á heimilinu eyða 82 klukkustundum á viku í heimilisstörf og barnauppeldi á meðan konur sem eru í fullu starfi fyrir utan heimilið eyða 55 klukkustundum í viku hverri í heimilisstörf og barnauppeldi.
Fréttin í heild