Varar við sjálfsdýrkun

Nemendur í skólarútu í Bretlandi.
Nemendur í skólarútu í Bretlandi. Reuters

Við erum að ala upp kyn­slóð fólks sem er stöðugt upp­tekið af sjálfu sér, kyn­slóð sjálfs­dýrk­enda, með því að leggja of­urá­herslu á að efla sjalfs­mat nem­enda í skól­um, seg­ir skosk­ur sér­fræðing­ur, dr. Carol Craig.

 Craig seg­ir að nú sé svo komið að nem­end­um sé oft hrósað of mikið og því hneig­ist þeir til sjálfs­elsku. Vænt­ing­arn­ar séu orðnar hóf­laus­ar. Kenn­ar­ar fái í æ meiri mæli kvart­an­ir frá for­eldr­um vegna þess að barnið þeirra fékk t.d. ekki nógu háa ein­kunn í rétt­rit­un­ar­prófi eða of lé­legt hlut­verk í skóla­leik­riti.  Skól­arn­ir verði að end­ur­heimta það hlut­verk sitt að mennta börn­ina en ekki sinna sál­fræðiþjón­ustu. 

 Sagt er frá Craig á frétta­vef BBC. Hún stýr­ir miðstöð til efl­ing­ar sjálfs­trausti og vellíðan í Skotlandi og sagði á ráðstefnu í Bir­ming­ham að ,,mikl­ar tísku­hug­mynd­ir" um nauðsyn þess að efla sjálfs­mat, sem ættaðar væru frá Banda­ríkj­un­um, hefðu gengið út í öfg­ar.

Börn sem alin væru upp við þetta hug­ar­far vend­ust á að líta svo á að þau ættu alltaf skilið það besta og þau yrðu síðar á æv­inni ,,öm­ur­leg­ir mak­ar í hjóna­bandi, lé­leg­ir for­eldr­ar og vond­ir starfs­menn".  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert