Halda ekki í við netnotkun barnanna

Mörg börn virðast vera töluvert færari í netnotkun en foreldrarnir, …
Mörg börn virðast vera töluvert færari í netnotkun en foreldrarnir, sem ofmeta hversu vel þeir fylgjast með netnotkun barna sinna. Reuters

Breskir foreldrar vanmeta stórkostlega hversu miklum tíma börnin þeirra eyða á internetinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin var framkvæmd af netöryggisfyrirtækinu Symantec og bendir til þess að bresk börn eyði 43,5 klukkustundum á viku á netinu. Foreldrarnir telji hins vegar að meðaltali að börnin eyði 18,8 klukkustundum á netinu í viku hverri. Sagt er frá þessu á fréttavef BBC. Rannsóknin sýnir að 20% foreldra hafi komið að börnum sínum við þá iðju að skoða óviðeigandi efni á vefsíðum.

81% foreldra sögðust jafnframt örugglega vita hvað börnin þeirra væru að skoða á netinu. Hins vegar sögðu 31% aðspurðra barna að foreldrar þeirra vissu ekki hvað þau væru að gera á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert