Ný rannsókn bandarískra vísindamanna sýnir fram á að ef fólk vill fá hóflega hreyfingu á hverjum degi þá skal það ganga rösklega í hálftíma. Lykillinn er taka 100 skref á mínútu. Vísindamennirnir fengu út töluna með því að mæla súrefnisþörf líkamans hjá um 100 manns, sem voru látin ganga á hlaupabretti.
Fram kemur í American Journal of Preventive Medicine að það sé ekki nóg að vera með skrefmæli því slíkur búnaður mæli ekki áhrif hreyfingarinnar, þ.e. hvort hún taki á eður ei. Þetta kemur fram á vef BBC.
Skv. breskum og bandarískum viðmiðunarreglum er fólk hvatt til þess að hreyfa sig a.m.k. fimm daga vikunnar hálftíma í senn.
Vísindamenn við ríkisháskólann í San Diego byggja niðurstöður sína á mælingum sem þeir framkvæmdu á 97 heilbrigðum einstaklingum. Meðalaldur þeirra var 32 ár.
Karlarnir þurftu almennt að taka á bilinu 92 til 102 skref á mínútu til að fá hæfilega líkamsrækt, þ.e. þannig að æfingin reyndi á þá. Konur urðu hins vegar að taka á bilinu 91 til 115 skref á mínútu til að fá það sama út úr æfingunni.