43 punda geimtilraun

Geimurinn heillar marga
Geimurinn heillar marga AP

Fjór­um nem­end­um á Spáni tókst ný­lega að senda mynda­vél í veður­at­hug­un­ar­loft­belg út í heiðhvolfið, sem sá hluti loft­hjúps jarðar sem ligg­ur á milli veðrahvolfs­ins og miðhvolfs­ins. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Daily Tel­egraph.

Nem­end­urn­ir Ger­ard Mar­ull Paretas, Sergi Sa­balls Vila, Marta­ Gasull Morcillo og Jaume Puig­miqu­el Ca­samort, sem eru átján og nítj­án ára, smíðuðu belg­inn frá grunni og kostuðu til þess 43 sterl­ings­pund­um. Þeir notuðu síðan skynj­ara Google Earth til fjar­skipta­sam­bands við hann.

„Belg­ur­inn sem við notuðum var fyllt­ur af heli­um, rúm­lega tveir met­ar á hæð og ein­ung­is 1500 grömm. Hann var fær um að bera skynj­ar­ana og sta­f­ræna Ni­kon mynda­vél sem var 1.5kg.”

Þá seg­ir hann nem­end­urna ekki hafa átt von á slík­um ár­angri held­ur hafi þeir verið spennt­ir að sjá hvort belg­ur­inn kæm­ist yfir 10 km mörk­in.

Þeir skráðu veðurfar­s­upp­lýs­ing­ar sem skynj­ar­ar um borð í belgn­um sendu frá sér á meðan hann var á ferð og náðu að end­ur­heimta mynd­ir út hon­um eft­ir að hann tæmd­ist og féll aft­ur til jarðar. Hóp­ur­inn fann síðan tæk­in í um 10 km fjar­lægð frá staðnum þar sem hann var send­ur á loft og sendi hann þá enn frá sér merki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert