Hann lítur reyndar meira út eins og flugvél með fjögur hjól en bíll með vængi en má engu að síður flokka sem flugbíl.
Fyrirtækið Terrafugia smíðar flugbílinn sem heitir Transition, eða „umbreyting“, með vísan til þeirra umskipta sem hann muni valda í ferðavenjum manna.
Flugbílnum hefur þegar verið flogið í tilraunaflugi, samanber myndina hér að ofan, og ef áætlanir ganga eftir verður hann afhentur kaupendum á næsta ári.
Verðmiðinn er áætlaður um 150.000 dalir eða sem svarar rúmlega 17 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Um 40 pantanir hafa þegar borist.
Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umbreytingin frá bíl í flugvél taki flugmanninn aðeins um 30 sekúndur. Flugdrægnin er allt að 724 km og flughraðinn 185 km á klukkustund. Ökuhraði er sagður nægjanlegur til að fylgja hraða almennrar umferðar á hraðbrautum.
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan kemst flugbíllinn vel fyrir í bílskúr þegar búið er að brjóta vængina saman, en vart þarf að taka fram að skilyrði er að flugmenn flugbílsins hafi einkaflugmannspróf