Koffín fyrir krakka?

Kaffibolli
Kaffibolli mbl.is/Ómar

Gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, dr. Jack James, segir ýmsar samlíkingar vera milli markaðssetningar koffíniðnaðarins á drykkjum sínum og þekktrar hegðunar tóbaksfyrirtækja. „Á síðustu árum hefur orðið algjör sprenging í framleiðslu koffíndrykkja fyrir ungt fólk, hvort sem það er gos eða orkudrykkir. Líka eru koffínpillur sérstaklega markaðssettar fyrir stúdenta undir því yfirskini að þær bæti námsárangur. Þetta skapar framtíðarviðskiptavini, sem verða snemma háðir koffíni. Auglýsingar á orkudrykkjum sem halda því fram að þú getir orðið einhvers konar ofurmanneskja með því að neyta þeirra eru ekki byggðar á staðreyndum.“

Dr. James heldur fyrirlestur um áhrif koffíns í HR í hádeginu á miðvikudaginn en hann hefur eytt síðustu 10-15 árum í rannsóknir á efninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka