Alþjóðleg teymi vísindamanna hafa uppgötvað tíu algengar erfðafræðilegar stökkbreytingar sem taldar eru stórauka líkur á hjartaáföllum með því að raska hjartslættinum, að því er greint var frá í tveimur nýbirtum rannsóknum í dag.
Niðurstöðurnar varpa ljósi á orsakir óreglulegs hjartslátts sem oftar en ekki er vísbending um alvarleg hjartavandamál og gæti þegar fram í sækir leitt við nýrra meðferðaúrræða, að því er fram kemur í vísindatímaritinu Nature Genetics.
Yfir 40 vísindamenn frá ýmsum löndum, undir forystu Arne Pfeufer við háskólann í Munchen, greindu erfðamengi hátt í 16.000 einstaklinga sem greinst höfðu með hjartsláttartruflanir.
Á sama tíma komust vísindamenn, undir forystu Christopher Newton-Cheh við Massachusetts General Hospital, að samskonar niðurstöðum eftir rannsókn á yfir 13.000 einstaklingum.