Ódýrasti bíll í heimi sýndur

Nano bílar sýndir í Mumbai í dag.
Nano bílar sýndir í Mumbai í dag. Reuters

Tata bílaverksmiðjurnar á Indlandi kynntu í dag ódýrasta bíl heims, Nano. Um er að ræða bíl sem er aðeins með nauðsynlegasta búnað og á ódýrasta gerðin að kosta um 100 þúsund rúpía, jafnvirði um 230 þúsund króna. 

Ratan Tata, forstjóri Tata, sagði að bíllinn muni stuðla að því að miðstéttin á Indlandi hætti að nota mótorhjól og noti þess í stað öruggari farartæki.

Þrjár útgáfur af Nano voru afhjúpaðar á íþróttaleikvangi í Mumbai í dag. Ódýrasta gerðin mun kosta 100 þúsund rúpía beint úr verksmiðjunni en 112.735 rúpía út úr verslun.  

Bíllinn er rúmlega 3 metra langur og kemst á 105 km hraða á klukkustund.  Hann verður fernra dyra en ekki með rafstýrðum rúðum, loftkælingu og vökvastýri. Sala á bílnum hefst um miðjan apríl en fram að því geta væntanlegir kaupendur lagt inn pöntun. Dregnar verða 100 þúsund pantanir út. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert