Ódýrasti bíll í heimi sýndur

Nano bílar sýndir í Mumbai í dag.
Nano bílar sýndir í Mumbai í dag. Reuters

Tata bíla­verk­smiðjurn­ar á Indlandi kynntu í dag ódýr­asta bíl heims, Nano. Um er að ræða bíl sem er aðeins með nauðsyn­leg­asta búnað og á ódýr­asta gerðin að kosta um 100 þúsund rúpía, jafn­v­irði um 230 þúsund króna. 

Rat­an Tata, for­stjóri Tata, sagði að bíll­inn muni stuðla að því að miðstétt­in á Indlandi hætti að nota mótor­hjól og noti þess í stað ör­ugg­ari far­ar­tæki.

Þrjár út­gáf­ur af Nano voru af­hjúpaðar á íþrótta­leik­vangi í Mumbai í dag. Ódýr­asta gerðin mun kosta 100 þúsund rúpía beint úr verk­smiðjunni en 112.735 rúpía út úr versl­un.  

Bíll­inn er rúm­lega 3 metra lang­ur og kemst á 105 km hraða á klukku­stund.  Hann verður fernra dyra en ekki með raf­stýrðum rúðum, loft­kæl­ingu og vökv­a­stýri. Sala á bíln­um hefst um miðjan apríl en fram að því geta vænt­an­leg­ir kaup­end­ur lagt inn pönt­un. Dregn­ar verða 100 þúsund pant­an­ir út. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert