Reyna að búa til gerviblóð

Verið er að und­ir­búa rann­sókn sem gæti markað tíma­mót í lækn­is­fræði. Vís­inda­menn hjá Skoska blóðgjafa­fé­lag­inu ætla að reyna að búa til blóð úr stofn­frum­um fóst­ur­vísa og tak­ist það væri hægt að fram­leiða ótak­markað magn blóðs, laust við sýk­ing­ar­hættu.

Formaður Skoska blóðgjafa­fé­lags­ins, pró­fess­or­inn Marc Turner, hef­ur und­an­far­in ár komið að rann­sókn­um á því hvernig hægt er að tryggja að gjafa­blóð sé laust við sýk­ing­ar.

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvenær rann­sókn­in mun hefjast en eft­ir er að greiða úr nokkr­um laga­leg­um atriðum. Vís­inda­menn­irn­ir munu rann­saka fóst­ur­vísa sem ekki hafa verið notaðir við tækni­frjóvg­an­ir og reyna að finna þá sem eru „for­ritaðir“ til að þró­ast í O- blóðflokk­inn. Hægt er að gefa öll­um þeim, sem þurfa á blóðgjöf að halda, blóð úr O- flokki.

O- er þó til­tölu­lega sjald­gæf­ur blóðflokk­ur en um 7% mann­kyns er í hon­um. Hægt yrði að fram­leiða hann í ótak­mörkuðu magni úr stofn­frum­um fóst­ur­vísa þar sem frum­urn­ar geta fjölgað sér óend­an­lega á rann­sókn­ar­stof­um. Ýmsar siðferðis­leg­ar spurn­ing­ar vakna þegar talað er um að eyðileggja fóst­ur­vísa til að búa til stofn­frum­ur en bent hef­ur verið á að fræðilega ætti einn fóst­ur­vís­ir að geta upp­fyllt þarf­ir heill­ar þjóðar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert