Umbótum heitið á Facebook

Notendur Facebook eru nú um 175 milljónir um allan heim
Notendur Facebook eru nú um 175 milljónir um allan heim

Hönnuðir Face­book hafa nú brugðist við fjölda kvart­ana og gagn­rýni frá not­end­um vegna nýs viðmót sem tekið var í gagnið í síðustu viku og segj­ast vinna að um­bót­um til að gera hana enn not­enda­vænni.

„Síðan við opnuðum fyr­ir nýja út­litið höf­um við fengið þúsund­ir net­pósta, vegg­pósta og at­huga­semda frá ykk­ur auk viðbragða frá vin­um okk­ar og fjöl­skyldu,“ sagði hönnuður­inn Christoph­er Cox í bloggi seint í gær. „Við erum að vinna að úr­bót­um sem munu sum­ar sjást núna strax og aðrar á næstu vik­um.“

Meðal um­kvart­ana er að ýms­ir auka­mögu­leik­ar, s.k.  „app­licati­ons“ séu að nýju orðnir of fyr­ir­ferðar­mikl­ir í upp­lýs­inga­veitu á upp­hafssíðunni, en að sögn hönnuða Face­book stend­ur nú til að gefa aukna mögu­leika á því að stjórna hvers kon­ar upp­lýs­ing­ar birt­ast þar og draga úr auka­efn­inu.

Þá stend­ur til að koma á sjálf­virku end­ur­hlaði svo not­end­ur þurfi ekki að end­ur­hlaða síðuna til að fylgj­ast með nýj­ustu hreyf­ing­um vina og kunn­ingja. „Með þess­um nýju breyt­ing­um erum við að reyna að koma á meira jafn­vægi í upp­lýs­inga­veit­unni á milli þess sem er að ger­ast akkúrat núna og þess sem er áhuga­vert til lengri tíma,“ seg­ir Fox.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert