Skórnir vaxa með börnunum

00:00
00:00

Þýsk­ir vís­inda­menn hafa þróað skó, sem „vaxa" með fót­um barna. Er mark­miðið að koma í veg fyr­ir að for­eldr­ar kaupi of stóra skó á börn sín, til að hafa borð fyr­ir báru því börn vaxa hratt. Rann­sókn­ir sína að of stór­ir skór geta valdið ýms­um vanda­mál­um hjá börn­um.

Hóp­ur vís­inda­manna hjá Pots­da­mhá­skóla hef­ur unnið að verk­efn­inu í tvö ár og m.a. rann­sakað göngu­hreyf­ing­ar barna. Nú hafa vís­inda­menn­irn­ir kynnt skó, sem passa al­veg þegar þeir eru keypt­ir en geta lengst um allt að 2 senti­metra með sama hraða og fæt­ur barn­anna stækka.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert