Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu

00:00
00:00

Á meðan hver bíla­fram­leiðand­inn af öðrum seg­ir upp fólki og lok­ar verk­smiðjum vegna efna­hags­hruns­ins til­kynnti einn bíla­fram­leiðandi í gær að í vænd­um væri ný verk­smiðja í Banda­ríkj­un­um, sem hugs­an­lega mun skapa nokk­ur hundruð störf á því svæði sem hún verður sett upp.

Fram­leiðand­inn er Tesla Motors, sem þróað hef­ur sport­bíla sem knún­ir eru af raf­magni. Á sama tíma og til­kynnt var um nýju verk­smiðjuna af­hjúpaði Tesla nýj­an sport­bíl, Model S, sem kost­ar tæp­ar 6 millj­ón­ir króna, 49.900 doll­ara skv. frétta­vef CNN.

Tesla raf­magns­bíla­fyr­ir­tækið var stofnað árið 2003 af millj­arðamær­ingn­um Elon Musk, en hef­ur síðan vaxið mjög og laðað til sín marga áhuga­sama fjár­festa, þ.á.m. Larry Page, stofn­anda Google. Vænt­ing­ar um háklassa sport­bíla sem eru al­farið knún­ir raf­magni urðu að raun­veru­leika þegar Tesla Roadster, fyrsta mód­el Tesla, var kynnt til sög­unn­ar og var þá brotið blað í sögu raf­bíls­ins. Aðeins hef­ur hægt á þróun nýj­asta mód­els­ins vegna efna­hags­ástands­ins, en Tesla stefn­ir engu að síður á að fram­leiða 20.000 Model S raf­magns­sport­bíla á ári frá og með 2011.

Nýi raf­bíll­inn sem kynnt­ur var í gær kemst 480 km á einni raf­magns­hleðslu.

Heimasíða raf­bíla­fram­leiðand­ans Tesla

Heimasíða Tesla á Íslandi

Tesla Model S rafmagnsbíllinn fer í fjöldaframleiðslu 2011.
Tesla Model S raf­magns­bíll­inn fer í fjölda­fram­leiðslu 2011. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert