Heilaaðgerð gegn offitu

Reuter

Með því að koma fyrir tveimur rafskautum í heilanum, gangráð í brjóstinu og með því að senda boð til heilans er hægt að stjórna hungurtilfinningunni.

Aðferðin heitir DBS, Deep Brain Stimulation, og hún eyðir þörfinni til þess að borða of mikið. Aðgerðin hefur þegar verið gerð á tveimur offitusjúklingum í Bandaríkjunum og í Danmörku prófa vísindamenn aðferðina á svínum, að því er greint er frá á fréttavef Jyllands-Posten.

Aðferðin hefur einnig verið notuð gegn þunglyndi og lystarstoli. Talið er að einnig megi nota aðferðina gegn eiturlyfjafíkn, reykingum og súkkulaðiáti.

Haft er eftir taugaskurðlækni á háskólasjúkrahúsinu í Árósum að ekki líði á löngu áður en aðgerðin verði gerð í Danmörku. Þar í landi hefur DBS verið notuð gegn Parkinsons sjúkdómnum og ósjálfráðum vöðvakippum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert