Fyrirtækið Symantec, sem sérhæfir sig í vírusvörnum fyrir tölvur, varar við því að leita að upplýsingum um tölvuvírusa á netinu. Slái fólk inn nöfn á vírusum eins og „Conficker“, sem er vírus sem nú er í umferð, geti fólk villst inn á síður sem hýsi vírusinn.
Veiruvarnafyrirtækið Trend Micro varar við nýrri útgáfu af tölvuorminum Conficker, sem einnig er nefndur Downadup eða Kido. Er ormurinn talinn hafa smitað meira en 15 milljónir tölva frá því hann kom fyrst fram í nóvember. Segir Trend Micro að reiknað sé með að nýja útgáfan verði virk á morgun 1. apríl.