Ný löggjöf dró úr netumferð í Svíþjóð

Netumferðin dróst saman um þriðjung frá því löggjöfin tók gildi.
Netumferðin dróst saman um þriðjung frá því löggjöfin tók gildi. Reuters

Netumferð í Svíþjóð dróst saman um 33% eftir að ný lög gegn ólöglegu niðurhali tóku gildi. Skv. lögunum mega höfundaréttarhafar þvinga netþjónustufyrirtæki til að upplýsa um það hverjir séu að skiptast á ólöglegum skrám.

Samkvæmt tölum frá sænsku Hagstofunni hafa um 8% allra Svía dreift skrám með svokallaðri deilitækni (e. peer-to-peer sharing).

Skráarskiptinetsíðan The Pirate Bay, sem veitir aðgang að svonefndum „torrents“ eða skráarskiptahugbúnaði sem gerir notendum kleift að deila með sér stórum skrám með skjótum hætti, er staðsett í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert