Lifnaðarhættir áttunda áratugarins til bjargar jörðinni?

Orkuneysla nútímamannsins er margfalt meiri en hún var á áttunda …
Orkuneysla nútímamannsins er margfalt meiri en hún var á áttunda áratugnum. Íslendingar sjást hér slaka á við Þingvelli 17. júní árið 1974. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Vísindamenn halda því fram að eitt ráð í baráttunni við loftlagsbreytingar sé að fólk taki aftur upp þá lifnaðarhætti sem voru við lýði á áttunda áratugnum, þegar mittismálið var minna. Fram kemur í nýrri rannsókn að fjöldi þeirra sem eru of þungir eða eiga við offituvanda að stríða hafi margfaldast í Bretlandi. Almenningur neyti nú 19% meira af mat en hann gerði fyrir 40 árum.

Vísindamenn við London School of Hygiene and Tropical Medicine hafa reiknað út að þetta þýði að um 60 megatonn af gróðurhúsalofttegundum séu losuð aukalega út í andrúmsloftið.

Kostnaðurinn við að flytja feitari landsmenn er t.d. tekinn með í reikninginn. Þetta kemur fram í rannsókninni sem er birt í International Journal of Epidemiology study.

Phil Edwards, sem fór fyrir rannsókninni, segir að hópurinn hafi ákveðið að reikna út orkuneysluna dagsins í dag ef meðalþyngd landsmanna væri miðuð við það sem hún var á áttunda áratugnum.

Hann segir að „venjulegur“ hópur fullorðinna einstaklinga þar sem aðeins 3,5% á við offituvanda að stríða hafi verið borinn saman við hóp þar sem um 40% á við slíkan vanda að etja. Þetta sé í raun hvernig staðan var á áttunda áratugnum samanborin við spá fyrir árið 2010, þ.e. hversu margir Bretar eigi við vandamálið að etja á næsta ári.

Vísindamenninir tóku einnig með í reikninginn hver eldsneytiskostnaðurinn er í dag í Bretlandi miðað við það sem var á áttunda áratugnum, segir á vef BBC.

Þeir segja að losun gróðurhúslofttegunda vegna matvælaframleiðslu og bílaferða gæti verið á bilinu 0,4 til 1 gígatonni hærra hjá þeim feitari sé miðað við einn milljarð íbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka