Áfengið er engin afsökun

„Ég var svo drukkinn og hélt þar af leiðandi að …
„Ég var svo drukkinn og hélt þar af leiðandi að hún væri eldri,“ er afsökun sem vísindamennirnir við Háskólann í Leicester taka ekki góða og gilda. Reuters

Full­orðnir karl­menn sem sofa hjá stúlk­um und­ir lögaldri geta ekki leng­ur af­sakað sig með því að þeir hafi verið drukkn­ir þegar þeir hittu þær og þeir þ.a.l. haldið að þær væru eldri. Þetta segja vís­inda­menn við Há­skól­ann í Leicester í Bretlandi.

AFP-frétta­stof­an grein­ir frá því að víða um heim séu skýr­ing­ar karl­manna, sem sænga hjá ólögráða ein­stak­ling­um, tekn­ar góðar og gild­ar geti þeir fært góð rök fyr­ir því að þeir hafi ekki áttað sig á því að ból­fé­lag­inn væri und­ir lögaldri.

Menn haldi því gjarn­an fram að þeir hafi verið mjög drukkn­ir sem hafi haft áhrif á dómgreind þeirra. Þá haldi sum­ir því einnig fram að stúlk­an hafi verið mikið förðuð og því litið út fyr­ir að vera eldri.

Vincent Egan, sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, seg­ir hins veg­ar að jafn­vel þegar karl­menn eru mjög drukkn­ir þá eigi þeir að geta gert sér grein fyr­ir aldri stúlkn­anna.

Vís­inda­menn­irn­ir báðu 240 manns, 120 kon­ur og 120 karla, um að skoða 10 ljós­mynd­ir af 17 ára göml­um stúlk­um. Viðkom­andi átti svo að segja til um ald­ur stúlkn­anna og greina frá því hvort þeim þætti viðkom­andi stúlka aðlaðandi eður ei. Búið var að eiga við nokkr­ar af mynd­un­um. T.d var búið að bæta við farða inn á mynd­ina með sta­f­ræn­um hætti. Þetta var gert til þess að láta sum­ar stúlkn­anna líta út fyr­ir að vera eldri eða jafn­vel yngri. 

All­ir karl­menn­irn­ir sem tóku þátt í könn­un­inni voru gagn­kyn­hneigðir og voru þeir á aldr­in­um tví­tugs til sjö­tugs. Helm­ing­ur þeirra hafði auk þess drukkið áfengi áður en þeir tóku prófið.

Niður­stöðurn­ar leiddu í ljós að áfengið hafði lít­ils­hátt­ar áhrif á getu kvenn­anna til að sjá í gegn­um sta­f­rænu breyt­ing­arn­ar.

All­ir karl­menn­irn­ir áttu hins veg­ar auðvelt með að átta sig á raun­veru­leg­um aldri stúlkn­anna. Það skipti eng­um toga hversu mikið af áfengi þeir höfðu drukkið áður en rann­sókn­in hófst.

Egan seg­ir að rann­sókn­in gefi vís­bend­ing­ar um það að áfeng­is­drykkja og and­lits­farði hafi eng­in áhrif á dómgreind karl­manna að þessu leyti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert