Þeim sem vilja hætta að reykja gæti gagnast að fara á námskeið um reiðistjórnun, að sögn vísindamanna í Kaliforníu. Þeir rannsökuðu hegðun 20 manna og varð niðurstaðan að nikótín eða ígildi þess drægi úr árásarhneigð. Telja þeir nú að beina beri athyglinni að þessum þætti þegar fólk vill hætta að reykja, að sögn BBC.
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hyggjast nú kanna málið en fjórðungur Breta reykir og hefur hlutfallið lítið breyst síðustu árin. Vísindamennirnir í Kaliforníu létu þátttakendur í rannsókninni spila tölvuleik. Skipt var í tvo hópa, annar var með níkótínplástur en hinn með gervi-nikótínplástur. Eftir hvern leik gátu þátttakendur angrað mótspilarann með mikilli hávaðadrunu og hægt að stilla bæði hávaðamagnið og lengd óþægindanna.
Spilað var tvisvar og skipt um plástra á báðum liðum til að fá samanburð. í ljós koma að þeir sem fengu raunverulegan niktótínplástur voru mun vægari við andstæðinginn en hinir.
Í ljós kom að þeir sem fengu ekki nikótínplástur