Kynþroska sjö ára

Ásdís Ásgeirsdóttir

Tvær sjö ára tvíburasystur eru nú í hormónameðferð á Viborg sjúkrahúsinu í Danmörku þar sem þær voru á leið með að verða kynþroska alltof snemma. Brjóst voru byrjuð að vaxa á stúlkurnar og  skapahár farin að vaxa en hormónatruflanir á borð við þessar verða sífellt algengari í Danmörku.  Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Politiken í dag. 

Að sögn heilbrigðisstarfsmanna er það orðið æ algengara þar í landi að stúlkubörn verði alltof ung kynþroska, þ.e. verða kynþroska fyrir 8-9 ára aldurinn. Sérfræðingar hafa enn ekki fundið út úr því hvað veldur því að sum börn þroskast óeðlilega snemma. Gruna menn helst að hormónatruflandi efni á borð við paraben og ftalat, sem finna má í sturtusápum og leikföngum, hafi truflandi áhrif á líkama barnanna. 

Haft er eftir starfsmönnum Viborg sjúkrahússins að séu börnin, sem verða kynþroska of snemma, ekki meðhöndluð séu miklar líkur til þess að stúlkubörnin verði lágvaxnar, því stúlkur stækka ekki mikið eftir fyrstu blæðingar. 

„Ég get ekki annað en hugsað til framtíðar. Hvaða áhrif hefur þetta hormónaójafnvægi til langframa? Er líklegra að þær fái brjóstakrabbamein? Það veit heldur enginn hvaða áhrif það hefur að grípa svona snemma inn í hormónakerfið þeirra. Það er ekki eðlilegt að þær verði kynþroska svona snemma, en það er heldur ekki eðlilegt að taka fram fyrir hendurnar á náttúrunni,“  segir Majbrit Larsen, móðir tvíburastúlknanna tveggja.

„Við ræðum ekki mikið um þetta. Það virkar eins og þær sætti sig bara við þetta. Við höfum reynt að útskýra fyrir þeim að börn séu mismunandi, þannig fæðist sum börn með freknur. Þær hafa hvor aðra og líkjast, þannig að því leyti eru þær ekki öðruvísi þó þær,“  segir Larsen og bætir við: „Þetta eru litlu stelpurnar mínar. Þær missa þó óneitanlega eitthvað af bernsku sinni þegar þær eru komnar með brjóst og skapahár aðeins sjö ára á sama tíma og þær leika sér einn með bangsa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert