Þrjár nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að tengsl séu á milli erfðafræðilegra þátta og einhverfu. Stærsta rannsóknin var gerð undir stjórn Hákonar Hákonarsonar, prófessors við læknadeild Pennsylvaníuháskóla.
Sagt er frá rannsóknunum á fréttavef tímaritsins Nature í dag en þær beindust að því að finna erfðabreytileika sem gætu tengst einhverfu.