Þrefalt meiri hækkun sjávar

Hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið þrefalt meiri í lok þessarar aldar vegna bráðnunar íss en áður var talið. Þessi niðurstaða verður kynnt á ráðstefnu norðurskautsráðsins í Tromsö í Noregi á morgun fyrir Al Gore, friðarverðlaunahafa Nobels, og utanríkisráðherrum tólf landa, m.a. Íslands.

Hefur NTB-fréttastofan eftir dr. Dorthe Dahl Jensen, við Niels Bohr-stofnunina, að loftslagsbreytingarnar séu farnar að hafa áhrif á stóra ísmassa á borð við Grænlandsjökul og íshellu Suðurskautslandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka