Breskar konur þykkastar

Bretar óttast að offita geti orðið jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn …
Bretar óttast að offita geti orðið jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn á næstu áratugum. mbl.is/ÞÖK

Breskar konur eru með hæsta líkamsfitustuðulinn (BMI), 26,2, en grískir karlar hafa vinninginn meðal karlmanna í fimmtán ríkjum Evrópu samkvæmt nýrri franskri rannsókn en BMI þeirra er 26,2. Hins vegar eru franskar og ítalskar konur þær grennstu samkvæmt könnuninni en þær mælast að meðaltali en líkamsfitustuðull þeirra er rúmlega 23. Franskir karlmenn eru einnig grennstir samkvæmt rannsókninni.

Ef líkamsfitustuðull fer undir 18,5 er viðkomandi of léttur, en á bilinu 18,5-25 er eðlilegt. BMI upp á 25-30 er viðkomandi of þungur en yfir 30 þá þjáist viðkomandi af offitu. 

Sjá grein um rannsóknina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert