Hermaður fær byltingarkennda gervifætur frá Össuri

Power Knee frá Össuri.
Power Knee frá Össuri.

Bandaríski undirofurstinn Greg Gadson, sem missti báða fótleggi við skyldustörf í Írak, varð nýverið fyrstur í heiminum til að fá fyrsta rafknúnu gervifæturna, sem íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur hannaði og bjó til.

Gadson missti báða fætur fyrir neðan hné fyrir tveimur árum þegar vegasprengja sprakk í Írak. Hann hefur fengið svokallað „Power Knee“ frá Össuri, en gervilimirnir ganga fyrir rafhlöðum og búa yfir gervigreind.

„Þeir mæla hvað ég er þungur, hvað ég geng hratt [...] Af því sem ég hef prófað þá er þetta næst því að vera með heilbrigða fótleggi,“ segir Gadson.

Gadson, sem er enn í hernum, fékk fæturna í síðasta mánuði. Nú þegar getur hann gengið um einn og hálfan km. Næsta skref hjá Gadson er að læra að ganga með einn staf í stað tveggja líkt og nú. Svo vill hann komast í stigana, að því er fram kemur á Fox News.

„Þetta hvetur mig áfram. Ég reyni að takast á við þær áskoranir sem ég set sjálfum mér og reyni að lifa eins góðu lífi og ég get,“ segir hermaðurinn.

Myndskeið á vef Fox News.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert