200 nýjar froskategundir fundust

Trjáfroskur á Sri Lanka.
Trjáfroskur á Sri Lanka. AP

Um 200 nýj­ar teg­und­ir af frosk­um hafa fund­ist á eyj­unni Madaga­sk­ar, en hún er sá staður á jarðríki sem stund­um er sagður hafa fjöl­breytt­asta líf­ríkið.

Ný­leg rann­sókn leiddi í ljós á milli 129 og 221 nýja froska­teg­und þar. Spænska Vís­inda­rann­sókn­aráðið (CSIC), sem gerði rann­sókn­ina, tel­ur að upp­götv­un­in gæti nán­ast tvö­faldað fjölda þekktra frosk­dýra í heim­in­um. Full­rú­ar stofn­un­ar­inn­ar segja að líf­ríki Madaga­sk­ar sé í raun lítið rann­sakað og meira að segja mest heim­sóttu og rann­sökuðu svæðin, þekkt­ir þjóðgarðar, sé heim­ili yfir 40 nýrra teg­unda í rann­sókn­inni.

Rann­sókn­in þykir benda til þess að líf­fræðileg fjöl­breytni á Madaga­sk­ar sé líka meiri hjá öðrum teg­und­um, svo að eyðilegg­ir nátt­úru­legra búsvæða geti haft áhrif á mun fleiri teg­und­ir en áður var talið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert