Bandaríska vefverslunin Amazon.com hefur sett nýja útgáfu af lestölvinni Kindle á markað. Með nýju tölvunni, sem er með talsvert stærri skjá en fyrirrennari hennar, er hægt að lesa dagblöð, tímarit og annan tölvutexta.
Kindle DX kostar 489 dali á vef Amazon. Skjárinn er 24,5 sentimetrar að lengd og er 2,5 sinnum stærri en skjárinn á eldri útgáfunni. Tölvan en með innbyggðan PDF-skjala lesara og 3,3 gígabæta minni. Er hægt að geyma allt að 3300 bækur samanborið við 1500 bóka geymslurými fyrri gerða tölvunnar.
Hægt verður að sækja helstu bandarísku dagblöðin og tímaritin og yfir 1500 bloggsíður og hlaða þeim inn í Kindle DX.