Ný útgáfa af lestölvu

00:00
00:00

Banda­ríska vef­versl­un­in Amazon.com hef­ur sett nýja út­gáfu af lest­ölvinni Kindle á markað. Með nýju tölv­unni, sem er með tals­vert stærri skjá en fyr­ir­renn­ari henn­ar, er hægt að lesa dag­blöð, tíma­rit og ann­an tölvu­texta.

Kindle DX kost­ar 489 dali á vef Amazon. Skjár­inn er 24,5 senti­metr­ar að lengd og er 2,5 sinn­um stærri en skjár­inn á eldri út­gáf­unni. Tölv­an en með inn­byggðan PDF-skjala les­ara og 3,3 gíga­bæta minni. Er hægt að geyma allt að 3300 bæk­ur sam­an­borið við 1500 bóka geymslu­rými fyrri gerða tölv­unn­ar.

Hægt verður að sækja helstu banda­rísku dag­blöðin og tíma­rit­in og yfir 1500 bloggsíður og hlaða þeim inn í Kindle DX.  

Amazon.com

Kindle DX lestölvan.
Kindle DX lest­ölv­an.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert