Kaffi skaðar heilann

Kaffibollinn - varasamur í óhófi?
Kaffibollinn - varasamur í óhófi? Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ný rann­sókn vís­inda­manna í Banda­ríkj­un­um sýn­ir að koff­ín í kaffi og alkó­hól geta valdið jafn miklu tjóni á heil­an­um og hass og kókaín, seg­ir í Jyl­l­and­sposten. Langvar­andi notk­un þess­ara efna valdi göt­um eða dauðum svæðum í heil­an­um, sams kon­ar göt­um og neysla á áður­nefnd­um fíkni­efn­um.

Daniel G. Amen, pró­fess­or í tauga­lækn­ing­um, stýrði rann­sókn­inni. Hann seg­ir ein­kenn­in minna á skemmd­irn­ar sem sjá­ist í heila Alzheimer-sjúk­linga. Rann­sókn­in hef­ur staðið yfir í 15 ár og hafa niður­stöðurn­ar að sögn blaðsins vakið mikla at­hygli vestra en Amen lýs­ir þeim m.a. í bók sem nú er of­ar­lega á vin­sældal­ista, Change Your Brain, Change Your Life.

Hann seg­ir að and­leg ein­kenni eins og skyndi­leg kvíðaköst, reiðiköst og aðrar skyndi­leg­ar breyt­ing­ar á skapi séu dæmi­gerð ein­kenni heila í fólki sem hafi lengi notað mikið koff­ín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert