Fundu gen sem stjórnar blóðþrýstingi

Vís­inda­menn Hjarta­vernd­ar hafa í sam­vinnu við alþjóðlegt teymi vís­inda­manna fundið gen sem stjórna blóðþrýst­ingi og hafa áhrif á háþrýst­ing.

Þá hafa vís­inda­menn á veg­um Hjarta­vernd­ar einnig fundið gen sem hafa áhrif á nýrn­a­starf­semi og nýrna­bil­un.

Fjallað var um rann­sókn­irn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Nature Genetics um helg­ina en þær byggj­ast m.a. á niður­stöðum úr Öldrunar­rann­sókn Hjarta­vernd­ar og langvar­andi söfn­un upp­lýs­inga í Reykja­vík­ur­rann­sókn Hjarta­vernd­ar.

Að sögn Hjarta­vernd­ar hef­ur til þessa gengið illa að finna gen sem hafa áhrif á blóðþrýst­ing þrátt fyr­ir um­fangs­mikl­ar rann­sókn­ir og því marki niður­stöðurn­ar nú því tíma­mót. Þær opni einnig leið fyr­ir frek­ari rann­sókn­ir á háþrýst­ing og hugs­an­lega nýj­um meðferðum við sjúk­dómn­um. 

Talið er að allt að einn af hverj­um þrem­ur ein­stak­ling­um á miðjum aldri hafi háþrýst­ing og tveir af hverj­um þrem­ur þarfn­ast meðferðar við háþrýst­ingi þegar ein­stak­ling­ar eru komn­ir yfir 65 ára ald­ur sam­kvæmt rann­sókn­um Hjarta­vernd­ar.

Háþrýst­ing­ur, sem hef­ur varað í nokk­ur, ár er ein helsta ástæða heila­blóðfalla og er veru­leg­ur áhættuþátt­ur fyr­ir þróun kran­sæðasjúk­dóms og hjarta­áfalla. 

Auk­inn skiln­ing­ur á nýrna­bil­un 

Nýrna­bil­un er vax­andi vanda­mál með hækk­andi aldri þjóða. Í Banda­ríkj­un­um Norður Am­er­íku þá er langvar­andi nýrna­bil­un veru­legt vanda­mál og er talið að um 20 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna hafi slíka nýrna­bil­un. Þá er langvar­andi nýrna­bil­un veru­leg­ur áhættuþátt­ur fyr­ir hjarta- og æðasjúk­dóma og hef­ur veru­lega aukna áhættu á áföll­um í för með sér.

Að sögn Hjarta­vernd­ar er tíðni langvar­andi nýrna­bil­un­ar svipuð á Íslandi og hjá öðrum þjóðum sem hafa sams kon­ar áhættu á hjarta og æðasjúk­dóm­um þótt nýrna­skilj­un við loka­stigs nýrna­bil­un sé ekki eins al­geng hér á landi.

Haft er eft­ir Vil­mundi Guðna­syni, for­stöðulækni Hjarta­vernd­ar, sem leiddi ís­lenska rann­sókna­hóp­inn, að niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar gefi von um að hægt verði að öðlast betri skiln­ing á lang­vinnri nýrna­bil­un og að nýir meðferðarmögu­leik­ar verði fundn­ir sem geti seinkað eða komið í veg fyr­ir þenn­an al­var­lega sjúk­dóm. 

Hjarta­vernd

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert